Engin greindist með nýtt smit COVID-19 sjúkdómsins hér innanlands í gær og er þetta í fyrsta sinn síðan þann 10. ágúst sem sólarhringur líður án nýrrar greiningar.
100 dvelja nú í einangrun og 900 í sóttkví. Enginn dvelur á sjúkrahúsi eða á gjörgæslu. Síðustu þrjá daga hefur þeim fækkað sem dveljast í einangrun sem eru ánægjulegar fréttir.
Á eftir verður upplýsingafundur almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra þar sem nánar verður farið yfir tölur undanfarinna daga.