Borgarráð hefur samþykkt að fara í þriggja ára tilraunaverkefni í Breiðholti til að auka notkun á frístundakortinu og auka þátttöku í tómstundum. Aðgerðirnar felast meðal annars í því að hækka frístundakortið úr 50.000 í 80.000 kr., kynna betur þær frístundir sem eru í boði í hverfinu og borginni. Þá geta krakkarnir fengið að prófa margar mismunandi íþróttagreinar og fá líka ókeypis í frístundarútuna.
Þátttaka í íþrótta- og frístundastarfi og nýting frístundakorts í Breiðholti er lægri en í öðrum hverfum. Sérstök ástæða þykir því til að huga að þátttöku og félagslegri aðlögun barna í hverfinu af erlendum uppruna og barna sem búa við fátækt. Vegna þessara aðstæðna hafa eftirtalin markmið verið sett fyrir verkefnið:
Sjá tillögu og greinargerð sem samþykkt var í borgarráði 27. ágúst