fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Sjö kvartanir það sem af er ári

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fagráð ríkislögreglustjóra tekur á móti kvörtunum vegna beinnar og óbeinnar mismununar, kynbundinnar áreitni, kynferðislegri áreitni, kynbundu ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Ráðið tók til starfa í júní 2014.

Frá því að ráðið tók til starfa hafa helst eineltismál komið inn á borð til þeirra.  Upplýsingar um fjölda mála frá 2014-2017 má finna á heimasíðu ráðsins. Sjá meðfylgjandi mynd:

Mynd – Skjáskot af vefsíðu fagráðs ríkislögreglustjóra

Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði frá ríkislögreglustjóra barst barst fagráðinu ekkert mál til afgreiðslu árið 2018. Árið 2019 bárust fimm erindi og það sem af er 2020 hafa borist sjö erindi.

DV óskaði eftir sundurliðun á kvörtunum eftir embættum. Ríkislögreglustjóri telur ekki fært að veita þær upplýsingar á grundvelli persónuupplýsinga.

Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri almannavarnardeildar sagði í samtali við DV:

„Ekki er hægt að gefa upp sundurliðun á embættum þar sem málin eru fá og þar eiga persónuverndarsjónarmið við. Þeir sem leita til ráðsins verða að gera treyst því að upplýsingar berist ekki út þar sem að um viðkvæm mál er að ræða.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína