fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Hrottafullt ofbeldi unglinga í Garðabæ – Beittu rafbyssum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt til lögreglu um líkamsárás í Garðabæ. Fimm unglingar á aldrinum 16 til 17 ára eru grunaðir um líkamsárás og brot á vopnalögum. Þolendur árásarinnar eru á svipuðum aldrei en árásarmennirnir gáfu þeim rafstuð með Taser. Báðir hóparnir voru á bílum en árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom. Hins vegar er vitað um nöfn þeirra og mun lögregla hafa samband við forráðamenn. Málið er í rannsókn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, Þar segir einnig frá því að um níuleytið í gærkvöld var tilkynnt um mann í Tjarnargötu í Reykjavík sem lá á gangstéttinni með stóran hníf í höndunm. Talið var í fyrstu að maðurinn væri slasaður og því var einnig sendur sjúkrabíll á vettvang.  Maðurinn var ekki með áverka heldur aðeins í mjög annarlegu ástandi og var hann vistaður sökum ástands síns í fangageymslu lögreglu. Hnífurinn var haldlagður.

Milli klukkan tíu og ellefu í gærkvöld var tilkynnt um hópslagsmál í miðborginni. Voru þrír fluttir með sjúkrabíl á bráðadeild. Ekki er vitað um meiðsli en málið er í rannsókn.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var tilkynnt um líkamsárás í Hafnarfirði. Sjö réðust á einn og hlupu síðan á brott. Sjúkrabíll var sendur á vettvang en ekki er vitað um áverka. Er málið í rannsókn.

Um eittleytið var síðan tilkynnt um líkamsárás í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Árásarþoli var með mikið blóð í andliti og sár á höfði. Var hann fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild. Árásarmenn voru farnir af vettvangi en málið er í rannsókn.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða

KS fyrstir til að nýta nýja varaleið OK um gervihnetti – Styrkir öryggi mikilvægra innviða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína