fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Þorsteinn Már segir þetta staðfesta grun Samherja – „Mér brá verulega“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji gaf út í dag nýjan þátt í áróðursherferð sinni gegn RÚV. Þátturinn sem kom út í dag ber heitið Óheiðarleg vinnubrögð Ríkisútvarpsins.

Þátturinn í dag heldur áfram að fjalla um Kastljós-þáttinn um Samherja sem kom út árið 2012. „Skjal það sem Ríkisútvarpið byggði umfjöllun Kastljóss á hinn 27. mars 2012 er nú komið í leitirnar. Ekki er um skýrslu að ræða heldur þriggja blaðsíðna óundirritað og ódagsett vinnuskjal um karfaútflutning,“ segir í lýsingunni á þætti dagsins.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er til viðtals í þessum þætti sem kom út í dag. „Í þættinum var ítrekað vísað til skýrslu Verðlagsstofuskiptaverðs til þess að styðja þessar ásakanir. Í sjónvarpsþáttum sem Samherji lét framleiða nýverið var greint frá því að engin slík skýrsla hefði verið samin. Byggði það á nýjum og áður óbirtum svörum Verðlagsstofu til Samherja,“ sagði Þorsteinn.

„Mér brá verulega þegar ég fór að skoða tölurnar í þessu skjali vegna þess að þær staðfesta það sem við höfum haldið fram að þær ásakanir sem eru settar fram í þessum þætti eru allar rangar.“

Hér fyrir neðan má sjá þáttinn sem kom út í dag:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Í gær

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum