fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Starfsfólk á Skjóli lýsir ofbeldi og kynferðislegri áreitni – Árásir heimilisfólks þykja daglegt brauð

Heimir Hannesson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 11:40

Á skjóli eru 106 legupláss í 99,7% nýtingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þungar ásakanir eru bornar á yfirstjórn hjúkrunarheimilisins Skjóls af starfsfólki sem lýsir miklum vanlíðan og úrræðaleysi. Í helgarblaði DV sem kom út í dag er að finna lengri og ítarlegri úttekt á stöðu mála. Hér birtist brot úr þeirri grein:

Hættulegt ástand hefur skapast á hjúkrunarheimilinu Skjóli vegna manneklu og reynsluleysis starfsfólks. Heimildarmenn DV lýsa ofbeldi, kynferðislegri áreitni og óboðlegum vinnuaðstæðum sem versnuðu til muna í COVID faraldrinum.

Að sögn heimildarmanna DV hefur ástandið snarversnað á undanförnum tveimur árum. Þeir vilja ekki koma fram undir nafni af ótta við verða vikið úr starfi. „Áður var meiri röð og regla á hlutunum, við vorum með trúnaðarmann sem við gátum leitað til, það var haldið utan um starfsfólkið, passað að fólk væri að vinna sína vinnu, yfirmenn fylgdust með að hlutirnir gengu upp.“ Enn fremur segir einn heimildarmaðurinn að veikindi hafi verið afar fátíð áður fyrr. „Í dag heyrir til undantekninga ef einhver er ekki veikur á hverri vakt.“
Á Skjóli er svokallaður Vesturgangur eyrnamerktur heilabiluðum. Á þeim gangi eru níu einstaklingar og tveir starfsmenn á vakt hverju sinni. Af því heimilisfólki eru fjölmargir sem ítrekað leggja hendur á starfsfólk, segir heimildarmaður DV. „Það eru óteljandi atvik um að starfsfólk fari heim marið og klórað eftir vakt.“ Starfsfólki er ekki veitt nein þjálfun um hvernig eigi að bregðast við slíku ofbeldi. Áður fyrr voru slík ofbeldisverk skráð í atvikaskrá Skjóls, en nú þykja árásir heimilismanna á starfsfólk orðið slíkt daglegt brauð að ekki þykir taka því að skrá þær. Starfsfólk fer því marið, klórað og meitt heim til sín eftir vakt. Dæmi um viðbrögð yfirmanna er hlátur og fliss, „æjj, hann er bara svona.“
Við höfum þurft að læsa einstakling inni svo hann hlaupi ekki út og lemji starfsmenn eða annað heimilisfólk,“ sagði heimildarmaður. „Stundum hefur þurft fjórar stelpur til að halda niðri einstaklingi á meðan hann er þrifinn að neðan og sett ný bleyja. Þegar einstaklingur er í mjög vondu skapi er bara sett ný bleyja og hlaupið út, án þess að einstaklingur sé þrifinn.“
Mannekla orðin hættuleg heimilisfólki

Mjög fáir karlmenn starfa á Skjóli og lítið er eftir af „reynsluboltum“ á erfiðustu deildunum. „Staðan er sérstaklega slæm á sumrin þegar allt reyndasta starfsfólkið fer í sumarfrí á sama tíma,“ segja viðmælendur DV. „Á Vesturgangi er ekki sérþjálfað fólk og gerist það ítrekað að tveir ómenntaðir umönnunaraðilar séu settir á vakt þar saman.“

Mönnun vakta á Skjóli hefur hrakað til muna á undanförnum árum. „Það þarf enga menntun til að byrja vinna hér,“ segir heimildarmaður DV og bendir á að líklega sé nóg að sækja um í dag til þess að fá vinnu. „Það er til dæmis algengt að fólk sé ráðið inn án þess að hafa líkamlega burði til þess að sinna starfinu. Við þurfum að geta hreyft sjúklinga og erum mikið á fótunum. Þó maður sé hér með líf einstaklings í höndunum virðist hver sem er fá vinnu.“

Greinina má lesa í heild sinni  í nýjasta DV.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Í gær

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum