Forsíðuviðtali við Auðun Blöndal sem birtist í helgarblaði DV 17. ágúst urðu þau leiðinlegu mistök að tekið var heilt hringtorg og umferðarljós af Sauðkrækingum. Var þar sagt að keyra þyrfti til Akureyrar til þess að finna hringtorg og umferðarljós. Það átti við um þann tíma er Auddi tók bílpróf en vissulega skartar Sauðárkrókur slíkum mannvirkjum í dag. Hins vegar kom fram að ekki er Bónus á Sauðárkróki og þykir slíkt ekki líklegt í náinni framtíð.
Hringtorg leit sum sé dagsins ljós á Króknum, árið 2008 þegar vegurinn um Þverárfell var malbikaður. , gönguljós voru svo sett upp við grunnskólann Árskóla á Sauðárkróki í apríl 2017.