Líkið sem fannst í Breiðholti fyrir viku síðan er af 79 ára gömlum karlmanni samkvæmt Gunnari Hilmarssyni, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Staðfestir Gunnar þetta í samtali við Mbl.is
Maðurinn var íslenskur ríkisborgari og er málið enn til rannsóknar hjá miðlægrar deildar lögreglunnar. Óhug hefur vakið að líkið hefur að öllum líkindum verið þar um nokkurra mánaða skeið. Svæðið sem líkið fannst á er nokkuð gróið og ekki í alfaraleið. Maðurinn sem gekk fram á líkið í síðustu viku var að sögn Mbl.is líklega í sveppaleit í skóginum fyrir neðan Hólahverfið í Breiðholti, sem skýrir af hverju hann var utan göngusvæðis.
Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Lesa meira: Uppfært! Kennsl ekki borin á líkið í Breiðholti