Fjölda starfsfólks í öryggisleit hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli hefur verið sagt upp í dag.
Samkvæmt heimildum DV er verið að fækka starfsfólki sem er á vakt í öryggisleit hverju sinni úr ríflega 60 manns niður í 21. Unnið er á vöktum, A-vakt og B-vakt, og samtals nemur fækkunin í öryggisleit því kring um 80 manns. Hluta viðkomandi starfsmanna hafa verið gefin fyrirheit um möguleika á endurráðningu að loknum uppsagnarfresti.
Um hádegisbil ræddi DV við starfsmann í öryggisleitinni sem sagði starfsfólk vera að fá símtöl vegna uppsagna og þeir sem ekki hafi enn fengið símtal bíði milli vonar og ótta: „Fólk er bara með hjartað í buxnum.”
Fjölmiðlafulltrúi Isavia vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem Isavia í segir upp starfsfólki en í lok mars var til að mynda 101 starfsmanni sagt upp og 37 færðir niður í hlutastörf.
Ljóst er að umferð um Keflavíkurflugvöll er í lágmarki og hafa sóttvarnarráðstafanir vegna COVID-19 þar mest að segja.