fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Björn Víglundsson verður forstjóri Torgs

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 28. ágúst 2020 10:04

Björn Víglundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Víglundsson er nýr forstjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. Tekur hann við af Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur.

„Starfið leggst mjög vel í mig. Það er vafalaust krefjandi en tækifærin liggja víða. Torg hefur á skömmum tíma byggst upp sem öflugt fjölmiðlafyrirtæki með breiða skírskotun. Það verður skemmtilegt verkefni að vinna með öflugu starfsfólki félagsins að framþróun og frekari samþættingu þessara sterku miðla,“ segir Björn sem tekur við starfinu 1. september næstkomandi.

Björn hefur mikla reynslu af stjórnun og fjölmiðlum. Hann var framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Vodafone og nú síðast framkvæmdastjóri Iceland Travel.  Björn er menntaður viðskiptafræðingur frá University of Tampa.

Björn tekur við starfinu af Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur sem verið hefur forstjóri félagsins og sinnt stjórnunarhlutverki tengt miðlum þess frá árinu 2016.

„Þetta fjögurra ára tímabil hefur verið afar viðburða- og lærdómsríkt. Við höfum meðal annars byggt upp nýjan öflugan fréttavef, frettabladid.is, sameinað miðla Hringbrautar og DV við Torg og lagt áherslu á umbætur í rekstri, á tímum sem rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur verið mjög krefjandi. Ég tel núna tímabært að breyta til og hverfa annarra verkefna. Ég kveð því Torg með þakklæti fyrir reynsluna og ekki síst samstarfið við það góða fólk sem ég hef kynnst og starfað með þar í gegnum tíðina,“ segir Jóhanna Helga.

Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“