fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Jón Rúnar fyrir dóm í næstu viku – Sakaður um að hrinda konu fram af svölum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 17:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og níu ára gamall maður, Jón Rúnar Pétursson, er ákærður fyrir að hafa hrint konu fram af svölum íbúðar sinnar í fjölbýlishúsi í Breiðholti, mánudagskvöldið 16. september, árið 2019. Íbúðin er á annarri hæð hússins.

Greint var frá málinu í dagbók lögreglu á sínum tíma en lögregla kom á vettvang og handtók Jón Rúnar. Var hann úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald. Hann var á skilorði er atvikið átti sér stað. Jón Rúnar er vélfræðingur að mennt.

Konan slasaðist alvarlega en var ekki í lífshættu. Hún fékk heilahristing, blæðingar og bólgur undir húð í andliti, skurði yfir kjálka vinstra megin, brot á tveimur stöðum í neðri kjálka, brot í kinnholu í efri kjálka, brotnar tennur og brot á mjaðmabeini.

Þess er krafist að Jón Rúnar verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan gerir einkaréttarkröfu á Rúnar um skaðabætur upp á rúmlega sjö og hálfa milljón króna.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur næstkomandi þriðjudag, þann 1. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“