fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Jón Óttar sakaður um ítrekaða áreitni í garð Helga Seljan – „Morgundagurinn verður erfiður…“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður sem nú starfar hjá Samherja, er sagður hafa áreitt fjölmiðlamanninn Helga Seljan mánuðum saman. Áreitnin á að hafa byrjað í kjölfar umfjöllunar Kveiks og Stundarinnar um Samherjamálið svokallaða, síðastliðinn nóvember.

Kjarninn greinir frá þessu í dag, en þar kemur fram að Jón Óttar hafi setið fyrir Helga á Kaffifélaginu, þar sem hann er tíður gestur, auk þess sem hann hafi ítrekað sent honum skilaboð í gegnum SMS eða Facebook. Helgi sagði í samtali við Kjarnann að hann teldi tilganginn með hegðun Jóns líklega vera að hræða eða ógna.

Þá birtir Kjarninn skáskot af meintum samskiptum Helga og Jóns, til dæmis þessi: „Til hamingju Sjáumst fljótt,“ þegar að Helgi vann til Blaðamannaverðlaunanna. Þá má einnig sjá skilaboðin: „Hræsnin í ykkur. En takk fyrir góðar stundir á kaffihúsi góða og gáfaða fólksins. Kem ekki aftur þangað. Þarf þess ekki.“

Helgi segist ekki hafa áttað sig á því að Jón Óttar væri starfsmaður Samherja. Honum hafi þó fundist hegðun hans óþægileg fyrir fólkið í kring um sig og að Jón Óttar hefði getað reynt að koma skilaboðum sínum til skila á annan hátt. „Mikið vona ég að þú vandir þig í framtíðinni,“ sagði Jón meðal annars. „Dómgreindarleysi þitt er svakalegt! Morgundagurinn verður erfiður trúðu mér. Þetta er sorglegt. Jóhannes Stefánsson plataði þig upp úr skónum.“

Kjarninn á einnig að hafa náð í Jón Óttar sem sagðist ekki vilja tjá sig við blaðamenn Kjarnans og skellti á. „Já heyrðu, ég tala ekki við blaðamenn á Kjarnanum. Bless.“

DV reyndi að ná tali af Jóni. Jón svaraði símanum, sagðist ekki heyra í blaðamanni og skellti síðan á. Þegar blaðamaður reyndi að hringja aftur í Jón þá náðist ekki lengur í símann hans, svo virðist vera sem hann hafi slökkt á símanum.

Umfjöllun Kjarnans má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Atli Hrafn farinn frá HK
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Í gær

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum