fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Hjartaþræðingum hefur fækkað í kórónuveirufaraldrinum – Fólk veigrar sér við að leita á bráðamóttöku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í janúar og þar til í júní á þessu ári fækkaði hjartaþræðingum á Landspítalanum um 11,9% miðað við sama tíma á síðasta ári. Á sama tímabili fækkaði kransæðavíkkunum um 14,3%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Karli Konráði Andersen, yfirlækni á Hjartagátt Landspítalans, að hluti skýringarinnar á þessu sé að sjúklingar veigri sér við að leita á bráðamóttöku vegna einkenna sinna.

„Á COVID-tímanum í vor varð vart við umtalsverða fækkun í komum á bráðamóttöku vegna hjartaáfalla um allan heim, allt að 40 prósentum. Það er talið að þetta stafi ekki af raunverulegri fækkun tilfella. Þegar frá líður hafa þessir sjúklingar verið að greinast og vísbendingar eru um að þeir komi seint til læknis,“

sagði Karl og bætti við að hér á landi séu tilfellin of fá til að hægt sé að fullyrða að það sama eigi við hér.

„Hins vegar er almenna viðhorfið og tilmæli alþjóðlegra hjartalæknasamtaka að þó að við þurfum að viðhafa „social distancing“ eigi það alls ekki að leiða til „medical distancing“. Með öðrum orðum, sjúklingar með einkenni um hjartaáföll eiga að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar grunur er um bráð hjartavandamál,“

sagði Karl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta