Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, KR og Valur, áttust við í mögnuðum leik á Meistaravöllum í kvöld, þar sem Valur vann 5-4, bætti stöðu sína í toppsætinu en skildi KR eftir um miðja deild, í bili.
Óvenjulegt er að svo mörg mörk séu skoruð í deildarleik í meistaraflokki og eins og tölurnar bera með sér var sóknarleikur liðanna betri en varnarleikurinn.
Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir snemma leiks en Atli Sigurjónsson jafnaði um miðjan fyrri hálfleik. Óskar Örn Hauksson kom KR yfir eftir um hálftíma leik en í kjölfarið fylgdu tvö mörk frá Val, Valgeir Friðriksson og Patrick Pedersen. Kennie Chopart jafnaði síðan fyrir KR og hálfleikstölur voru óvenjulegar: 3-3.
Patrik Petedesen kom Val yfir snemma í síðari hálfleik og Aron Bjarnason jók forystuna um miðjan hálfleikinn. Atli Sigurjónsson minnkaði muninn fyrir KR nokkrum mínútum fyrir leikslok og þar við sat.