fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Dæmdur fyrir að fara nakinn upp í rúm til dóttur sinnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 17:16

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot fyrir að hafa ítrekað legið nakinn við hlið dóttur sinnar er hún svaf. Hann var ekki ákærður fyrir annað atferli en dómurinn mat framferði hans sem kynferðislegt. Hlaut maðurinn átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til greiðslu miskabóta.

Ákæran á manninn var í þremur liðum. Neitaði hann fyrsta lið hennar en játaði að hafa gerst sekur um það athæfi sem greint er frá í öðrum og þriðja lið ákærunnar. Ákæruliðirnir eru eftirfarandi:

  1. Með því að hafa á árunum 2017-2018 sært blygðunarkennd dóttur sinnar, A, kt. […], með því hafa ítrekað legið nakinn uppi í rúmi með hana í fanginu og á sama tímabili ítrekað farið með henni nakinn í bað, en á þessu tímabili var A8-9 ára gömul.
  2. Með því að hafa í eitt sinn á árinu 2018 sært blygðunarkennd B, kt. […], sem dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf, tekið utan um hana og lagt fótlegg yfir hana þannig að líkamar þeirra lágu saman.
  3. Með því að hafa að morgni 6. október 2018 sært blygðunarkennd C, kt. […], sem dvaldi á heimili hans, með því að hafa lagst nakinn við hlið hennar þar sem hún svaf og legið svo þétt upp við hana að getnaðarlimur hans snerti mjóbak hennar.

Atvikin áttu sér stað á heimili mannsins en hann var skilin við barnsmóður sína. Hún tilkynnti málið til lögreglu. Í nokkrum tilvikum þegar maðurinn kom nakinn upp í rúmið til dóttur sinnar sváfu vinkonur hennar líka á heimilinu. Greindi móðirin foreldrum þeirra stúlkna og barnavernd frá atvikunum.

Dómurinn taldi manninn hafa gerst brotlegan við 209. grein hegningarlaga en hún er svohljóðandi:

 [Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] 1) eða sektum ef brot er smávægilegt.]

Maðurinn hefur ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot.

Auk átta mánaða skilorðsbundins fangelsisdóms var hann dæmdur til greiðslu miskabóta að upphæð 1,7 milljónir króna auk málskostnaðar. Auk dótturinnar voru vinkonum hennar tveimur dæmdar miskabætur.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí en hann var birtur á vef dómstólanna í dag, 26. ágúst.

Sjá dóm

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“