Maður hefur verið sakfelldur fyrir blygðunarsemisbrot fyrir að hafa ítrekað legið nakinn við hlið dóttur sinnar er hún svaf. Hann var ekki ákærður fyrir annað atferli en dómurinn mat framferði hans sem kynferðislegt. Hlaut maðurinn átta mánaða skilorðsbundið fangelsi og var dæmdur til greiðslu miskabóta.
Ákæran á manninn var í þremur liðum. Neitaði hann fyrsta lið hennar en játaði að hafa gerst sekur um það athæfi sem greint er frá í öðrum og þriðja lið ákærunnar. Ákæruliðirnir eru eftirfarandi:
Atvikin áttu sér stað á heimili mannsins en hann var skilin við barnsmóður sína. Hún tilkynnti málið til lögreglu. Í nokkrum tilvikum þegar maðurinn kom nakinn upp í rúmið til dóttur sinnar sváfu vinkonur hennar líka á heimilinu. Greindi móðirin foreldrum þeirra stúlkna og barnavernd frá atvikunum.
Dómurinn taldi manninn hafa gerst brotlegan við 209. grein hegningarlaga en hún er svohljóðandi:
[Hver sem með lostugu athæfi særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis skal sæta fangelsi allt að 4 árum, en [fangelsi allt að 6 mánuðum] 1) eða sektum ef brot er smávægilegt.]
Maðurinn hefur ekki áður gerst sekur um hegningarlagabrot.
Auk átta mánaða skilorðsbundins fangelsisdóms var hann dæmdur til greiðslu miskabóta að upphæð 1,7 milljónir króna auk málskostnaðar. Auk dótturinnar voru vinkonum hennar tveimur dæmdar miskabætur.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. júlí en hann var birtur á vef dómstólanna í dag, 26. ágúst.