fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Réðst 17 ára gamall á lögreglumenn – Hrækti í munn annars þeirra og sparkaði

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 22:00

Stigahúsið í Héraðsdómi Suðurlands. Mynd tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa aðfaranótt þriðjudags 9. júlí ráðist í tvígang á lögreglumenn. Fyrst utandyra í Sveitarfélaginu Ölfusi, eins og það er orðað í ákærunni, og aftur í lögreglubifreið á leið upp Kambana á Þjóðvegi 1.

Er ákærði sagður hafa sparkað tvívegis í síðu lögreglumanns og slegið hann svo í andlitið með flötum lófa. Enn fremur hrækti hann í andlit annars lögreglumanns, og hafnaði hrákinn á neðri vör og í munni lögreglumanns. Þegar lögreglumennirnir höfðu náð manninum í bílinn virðast árásirnar hafa haldið áfram, en í ákærunni segir að maðurinn hafi sparkað í hægri öxl lögreglumannsins sem ók lögreglubifreiðinni.

Maðurinn er fæddur í desember 2002, og var hann því 17 ára gamall þegar brotin voru framin. Hann er nú 18 ára gamall. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudaginn næstkomandi. Þess er krafist af ákæruvaldinu að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Allt að átta ára fangelsi eru lögð við brot gegn valdstjórninni í almennum hegningarlögum, þó óalgengt sé að sá refsirammi sé nýttur nema að takmörkuðu leyti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“