fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Mörg börn vantar föt og foreldrar leita til hjálparsamtaka – „Þetta er bara ekki nóg“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 07:57

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir að fleiri leiti nú til Hjálparstarfsins en undanfarin ár. Hún vísar þar til fjölda umsókna frá barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör í upphafi skólaárs. Hún segir áberandi að mörg börn skorti föt fyrir veturinn en engar fataúthlutanir hafa verið á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar náði hingað til lands.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

„Við höfum verið með skólatöskur fyrir þá sem eiga ekki skólatösku en aðallega finnum við aukna aðsókn í fötin. Marga vantar úlpur, yfirhafnir, íþróttaföt og sundföt.“

Er haft eftir Vilborgu sem sagði að umsóknum um efnislega aðstoð hafi fjölgað um 40% síðastliðna fimm mánuði. Farið hafi verið í fjáröflun til að reyna að létta undir með sem flestum.

„Við erum náttúrulega búin að vera að kaupa það sem vantar, skólatöskur, tréliti, nestisbox og allt þetta sem krakkarnir þurfa að eiga heima þó að flest sé til í skólanum. Margir eiga skólatösku síðan í fyrra en vantar föt fyrir komandi vetur. Við verðum einhvern veginn að mæta þessum hópi.“

Er haft eftir henni. Hjá Fjölskylduhjálp Íslands tók Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður, í sama streng og sagði gríðarlega aðsókn vera í matargjafir og fatnað.

„Við höfum afhent allar þær skólatöskur sem okkur hafa verið gefnar og ég finn ofboðslegan þunga í samfélaginu.“

Hún sagðist búast við rúmlega eitt þúsund aðstoðarbeiðnum í næsta mánuði.

„Þú getur rétt ímyndað þér allt fólkið sem er búið að vera á hlutalaunum og alla þá sem var sagt upp fyrir þremur mánuðum og missa því vinnuna núna, og alla öryrkjana sem fá kannski 240 þúsund krónur útborgað. Þetta er bara ekki nóg, það má ekkert koma upp á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti