fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Átta starfsmenn af Ægisborg í sóttkví

Auður Ösp
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 14:58

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta starfsmenn á leikskólanum Ægisborg í Reykjavík hafa verið sendir í tveggja vikna sóttkví. RÚV greinir frá.

Fram kemur að enn hafi þó ekkert smit greinst á leikskólanum. Ægisborg er fjögurra deilda leikskóli við Ægissíðu en þar dvelja rúmlega 80 börn á fjórum deildum.

Á dögunum greindi DV frá því að COVID-19 smit hefði greinst hjá kennara við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík og starfsfólk verði í sóttkví til 7. september.

Síðastliðinn fimmtudag greindist barn á leikskólanum Hálsaskógi í Breiðholti  með virkt Covid-19 smit. Sú deild leik­skól­ans þar sem smitið kom upp var í kjölfarið send í sótt­kví í 14 daga.

Síðastliðinn laugardag greindi DV síðan frá því að upp hefði Covid-19 smit hjá starfsmanni Álftamýrarskóla og að starfsmenn skólans hafi verið sendir  í sóttkví til 4. september nk.

Þá voru allir  starfsmenn og nemendur á Huldubergi í Mosfellsbæ sendir í sóttkví í vikunni eftir að smit kom upp á leikskólanum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“