fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Unnið að því að opna frístundarstarf fyrir börn í grunnskólum sem smit kom upp í

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 24. ágúst 2020 12:27

Álftamýrarskóli. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verið er að vinna að úrræði fyrir börn í þeim skólum í Reykjavíkurborg þar sem skólastarf frestast til 4. september vegna smits sem upp kom um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er verið að vinna í ráðningum á starfsfólki fyrir frístundaheimili skólanna til að hægt sé að starfrækja þau fyrir hádegi þar til skólahald hefst. Ráðningar ganga vel að sögn starfsmanns hjá upplýsingasviði Reykjavíkurborgar.

Um helgina var sagt frá smitum sem upp komu í Álftamýrarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík og Hvassaleitisskóla.

Komið hefur fram í tilkynningu frá borginni að starfsemi frístundaheimilanna raskast ekki vegna þeirra smita sem komið hafa upp. Í einkareknum skóla líkt og barnaskóla Hjallastefnunnar er hins vegar allt frístundastarf lokað nema fyrir börn í forgangi það er að segja börn starfsfólks í framvarðarsveit (eru á forgangslista yfirvalda), sem stendur.

Hvorki var hægt að staðfesta hvort, né hvenær, úrræðið verður ljóst í skólum á vegum Reykjavíkurborgar. Í samtali við skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar kom fram að kennsla í skólunum sem um ræðir átti að hefjast um miðja viku. Má því búast við að þetta liggi fyrir á næstu dögum. Að sögn starfsmanns hjá upplýsingadeild Reykjavíkurborgar, verður ekki hægt að lofa öllum börnum plássi í úrræðinu. Yngstu börnin munu ganga fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans