Þorsteinn Halldórsson var í dag dæmdur hegningarauki upp á þrjú og hálft ár fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Samanlagt hefur hann því hlotið níu ára fangelsisdóm á undanförnum mánuðum fyrir kynferðisbrot. Enn fremur skal Þorsteinn samkvæmt dómnum greiða piltinum þrjár milljónir í miskabætur.
RUV greinir frá því að þetta sé með þyngstu dómum sem sakborningur hefur fengið fyrir kynferðisbrot.
Þorsteinn var ákærður fyrir 50 kynferðisbrot sem stóðu í um þrjú ár frá því að drengurinn var 14 ára gamall.