fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Arnar og Sturla ákærðir fyrir 56 milljóna skattsvik og peningaþvætti

Heimir Hannesson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 22:10

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært þá Arnar Björnsson og Sturla Frey Gíslason fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Eru mennirnir sagðir hafa ekki skilað inn virðisaukaskatti sem þeir innheimtu á árunum 2016 og 2017.

Arnar var stjórnarformaður byggingafélagsins JB Byggingar, sem nú er afskráð. Sturla var skráður framkvæmdastjóri félagsins. Upphæðirnar nema á árinu 2016 rúmum tveimur milljónum og tæpum 14 milljónum á árinu 2017.

Þá eru mennirnir ákærðir fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna launa starfsmanna fyrirtækisins. Nema upphæðirnar samanlagt um 40 milljónum, eða 13,8 milljónum hvað varðar Arnar og 14,3 milljónum hvað varðar Sturla.

mynd/skjáskot úr ákæru

Samtals nema því skattsvikin um 56 milljónum. Enn fremur eru mennirnir ákærðir fyrir peningaþvætti fyrir að hafa aflað JB Byggingum ehf. ávinning af brotum og nýtt ávinning félagsins í rekstur félagsins og „eftir atvikum“ í eigin þágu.

Málinu verður þinglýst á fimmtudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“