fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Svikatilraunir í nafni Borgunar – „Þetta má fólk alls ekki gera“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 23. ágúst 2020 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgun varar við yfirstandandi tilraunum til fjársvika sem sett eru fram í nafni borgunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgun.

„Um er að ræða svikatilraunir með tölvupósti og SMSskilaboðum sem Íslendingum hafa verið send og látin eru líta út fyrir að komi frá Borgun. „

Í skilaboðunum er fólki sagt að það hafi fyrir mistök tvígreitt kortareikning. Eitthvað flestir yrðu heldur ósáttir með. Eins er því haldið fram að korti þeirra hafi verið lokað og þurfi að heimsækja sérstaka vefsíðu, gefa þar upp kortaupplýsingar sínar, til að fá kortið opnað að nýju og tvígreiðsluna endurgreidda.

„Þetta má fólk alls ekki gera því það eru þessar kortaupplýsingar sem fjársvikararnir ásælast og þeir hafa lagt talsvert á sig til að kasta ryki í augu þeirra sem heimsækja vefsíðuna en hún er hönnuð í útliti Borgunar og er með stórri yfirlitsmynd af Reykjavík.“

Borgun bendir á að fyrirtækið biður aldrei um kortaupplýsingar í tölvupósti, með skilaboðum eða símtali. Korthöfum er bent á að opna ekki þessa pósta eða skilaboð og smella ekki á neina hlekki sem fylgja með.

„Og gefa ekki undir neinu kringumstæðum upp kortaupplýsingar. Best er að eyða skilaboðunum strax.“ 

Hafi einhverjir brugðist við skilaboðunum er þeim bent á að hafa umsvifalaust samband við Borgun.

„Hafi fólk brugðist við skilaboðunum er mælt með því að hafa umsvifalaust samband við þjónustuver Borgunar í síma 560 1600 eða senda skilaboð á borgun@borgun.is.“

Lögreglu og netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar hefur verið gert viðvart um málið auk helstu þátttakenda í öryggissamstarfi fjármálastofnana.

Þétt samstarf allra þessara aðila er höfuðatriði í baráttu gegn netglæpum af þessu tagi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“