Íbúinn á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem greindist með kórónuveiruna í gær er á níræðisaldri. Þetta kemur fram í frétt Vísis. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að ekki sé enn búið að reka uppruna smitsins.
„Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ hefur Vísir eftir Gylfa Ólafssyni, forstjóra heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hann gat ekki sagt til um hversu veikur sá smitaði er en tók fram að ekkert af starfsfólki Hlífar sé í sóttkví.