Leikurinn var afar tíðindalaus og ekki var mikið um mörk. Bayern sótti þó meira í leiknum og virtist vera sigurstranglegri aðilinn. Það var svo raunin en Kingsley Coman skoraði fyrsta og eina markið fyrir Bayern en leikurinn endaði með 0-1 sigri Bayern.
Þess má geta að Coman var alinn upp sem leikmaður í PSG og lék þar með unglingaliðunum og einnig aðalliðinu. Það var því eflaust sárt fyrir fyrrum liðsfélaga Coman að hann hafi tryggt Bayern sigurinn.