fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Meint þöggun á Facebook-síðu bakaría Jóa Fel

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 23. ágúst 2020 19:49

Jói Fel, einnig þekktur sem Jóhannes Felixson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummælum og spurningum var eytt af Facebook-síðu bakaría Jóa Fel í gær og hefur síðan legið niður síðan í gærkvöldi. Frá þessu greinir mbl.is 

Spurningar og athugasemdir vörðuðu nýlegar fréttir af launagreiðslum og vanrækslu fyrirtækisins á að standa skil á lífeyrisgreiðslum starfsmanna undanfarið ár.

Ummælin voru skrifuð við auglýsingar bakarískeðjunnar um starfsfólk.

Fyrrverandi starfsmaður sagði í samtali við mbl.is að hann hafi verið í miklum samskiptum við VR vegna vanefnda Jóa Fel. Hafi starfsmaður VR ráðlagt viðkomandi að finna sér nýja vinnu.

„Konan sem ég talaði mjög mikið við sagði mér að reyna að finna vinnu og hlaupa eins hratt út og ég gæti, um leið og ég væri búin að fá vinnu, og ég gerði það,“ sagði starfsmaðurinn sem lenti í því að vera neitað um sjóðsfélagalán hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna vegna vanskila bakarískeðjurnar á iðgjöldum.

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur krafist gjaldþrotaskipta bakaríanna vegna vanskila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“