Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur farið fram á að bakarískeðja Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda.
Munu iðgjöld í lífeyrissjóð hafa verið innheimt af starfsfólki í bakaríunum en hins vegar hafi gjöldin aldrei skilað sér til sjóðsins. Morgunblaðið greinir frá.
Þar sem gjöld hafi ekki skilað sér til sjóðsins þá hafi heldur ekki skilað sér mótframlag vinnuveitanda vegna launa starfsmanna. Hafi þetta átt sér stað síðan í apríl í fyrra.
Morgunblaðið greinir frá því að vanskil bakaríanna hafi ýmis neikvæð áhrif á starfsfólk, meðal annar hafi starfsfólk ekki möguleika á sjóðsfélaga-lánum því það uppfylli ekki lánareglur vegna vanskila vinnuveitanda.