fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Setningu Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla frestað vegna COVID-19

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 22. ágúst 2020 19:52

Álftamýrarskóli. Mynd/Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Komið hefur upp Covid-19 smit hjá starfsmanni Álftamýrarskóla og starfsmenn skólans þurfa að fara í sóttkví til 4. september. Vegna þessa hefur verið ákveðið í samráði við smitrakningateymi Almannavarna og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs að skólasetningu verður frestað til mánudagsins 7. september.“

Svona hljóðar póstur sem sendur var í kvöld til foreldra og forráðamanna barna í Álftamýrarskóla. Til stóð að skólasetning færi fram á mánudag og fyrsti skóladagur væri þriðjudaginn 25. ágúst.

Fyrr í dag greindi DV frá því að COVID-19 smit hefði greinst hjá kennara við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík og starfsfólk verði í sóttkví til 7. september.

Sjá: COVID-19 smit hjá Hjallastefnunni

Rætt er við Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB, í nýjasta helgarblaði DV um stöðuna á vinnumarkaði. Þar segir hún meðal annars mikið tilefni til að hafa áhyggjur af skólastarfi í haust og vetur. „Komi til frekari takmarkana á skólastarfi er hætt við að margir séu búnir með sinn frítökurétt vegna sumarfrís og vegna röskunar á skólastarfi fyrr á árinu. Ljóst er að tekjulægstu hóparnir eru viðkvæmastir fyrir þessu og munu eiga erfiðast með að brúa þetta bil,“ segir Sonja. BSRB mun, að hennar sögn, eiga samtal við stjórnvöld um það hvernig hægt sé að bjóða upp á meiri sveigjanleika. Til dæmis með meiri heimavinnu.

Uppfært klukkan 20.35:

Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg hefur skólasetningu í Hvassaleitisskóla einnig verið frestað vegna COVID-19.  Því var nafni Hvassaleitisskóla bætt við í fyrirsögn.

Tilkynningin sem var að berast er hér í heild sinni:

Covid-19 smit hafa komið upp í Álftamýrarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar og Hvassaleitisskóla.

Fresta þarf skólasetningu í Hvassaleitisskóla, Álftamýrarskóla og Barnaskóla Hjallastefnunnar vegna sóttvarnaraðgerða. Upp hefur komið Covid- 19 smit í Álftamýrarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar og Hvassaleitisskóla. 

Skólasetningu sem ráðgerð var eftir helgi verður frestað af þeim sökum.  Skólarnir verða í sambandi við foreldra til að upplýsa þá frekar og veita leiðsögn um heimavinnu nemenda. 

Starfsemi frístundaheimila í Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla verður með óbreyttu sniði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“