Sjö ráðherrar ríkisstjórnarinnar fóru í sýnatöku fyrir COVID-19 sjúkdóminum eftir að hafa snætt kvöldverð á Hótel Rangá á þriðjudaginn.
Á miðvikudag greindist starfsmaður á Hótel Rangá með kórónuveiruna og í kjölfarið hefur nokkur fjöldi nýrra tilvika kórónuveirunnar verið rakinn á hótelið. Allir starfsmenn hótelsins eru sóttkví.
Ríkisstjórnin snæddi hádegismat á hótelinu á þriðjudag og þurftu sjö ráðherrar að fara í sýnatöku vegna smithættu, og nú liggja niðurstöðurnar fyrir, neikvæðar í öllum sjö tilvikum. Sóttvarnarlæknir hefur ekki talið þörf á að ríkisstjórnin fari í sóttkví þar sem smitað starfsmaðurinn kom aldrei inn í herbergið þar sem þau snæddu mat sinn.
Ríkisstjórnin fer í seinni sýnatöku eftir nokkra daga til að staðfesta að þau hafi ekki smitast.