fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Menn svíkja út vörur með illa fölsuðum 10 þúsund króna seðlum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 11:15

Mynd frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú mál hafa komið inn á borð Lögreglunnar á Norðurlandi eystra undanfarna daga sem varða viðskipti með falsaða 10 þúsund króna seðla. Að mati lögreglunnar eru seðlarnir illa falsaðir en engu að síður hefur það farið fram hjá afgreiðslufólki og hefur tekist að svíkja út vörur og þjónustu út á þá.

Meðfylgjandi er mynd af slíkum seðli.

Í tilkynningu lögreglu vegna málsins segir:

„Við viljum beina því til ykkar að vera á varðbergi gagnvart þessu. Ef ykkur grunar að seðill sé falsaður þá endilega hafið samband við okkur í síma 444-2800 eða í gegn um 112.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“