Mikill aðbúnað er við fjölbýlishús við Árskóga í Breiðholti þar sem eldur logar í að virðist einni íbúð í fjölbýlishúsi fyrir 67 ára og eldri. Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust eftir klukkan sex í kvöld eftir að tilkynnt var um eldinn að sögn ruv.is
Uppfært 19:06
Það kviknaði út frá gasgrilli á svölum á 3-hæð. Einn var inn í íbúðinni þegar eldurinn braust út en varð honum ekki meint af er virðist en var fluttur á slysadeild til rannsóknar. Einhver eldur náði að læsa sig í svalirnar á íbúðinni fyrir ofan. Miklar skemmdir urðu.
Enn er mikill viðbúnaður á staðnum. Vinna á vettfangi stendur enn yfir en gengur vel, verið er að reykræsta.