Í seinustu viku fjölluðu íslenskir fjölmiðlar um undarlegt hljóð sem angraði íbúa Akureyrar. Margar kenningar voru á lofti varðandi hljóðið. RÚV greindi til að mynda frá því að ólíklegt væri að hljóðið kæmi frá Vaðlaheiðagöngum, en það gæti hins vegar komið frá skútunni Veru, sem var við Pollinn á Akureyri.
Hljóðið þótti dularfullt, sérstaklega vegna þess að ekki var hægt að taka það upp með venjulegum hljóðnemum. Fréttablaðið greindi frá því.
Íbúar í í borginni Plymouth lentu í svipuðum aðstæðum og Akureyringar í gær. En þá heyrðist hljóð heyrðist um borgina sem er á suðurströnd Englands. Frá þessu greinir Plymouth Live.
Málið í Plymouth virðist hafa verið leyst, en íbúar borgarinnar þurftu að sætta sig við hávaðann, sem kom frá sjónum eða bryggjunni, í næstum þrjá klukkutíma.
Helsti umsjónarmaður hafnarinnar í Plymouth, sem heitir, ótrúlegt en satt, Plymouth Sound, hefur nú fullyrt að hljóðið hafi komið frá þokulúðri. Lúðurinn fer víst sjálfkrafa í gang þegar það er þoka, sem var tilfellið í morgun.