Líkt og landsmenn hafa vafalaust tekið eftir er miðnætursólin horfin að sinni og farið að síga á seinni helming sumars. Haustið nálgast.
Það er þó ekki öll von úti og til margs að hlakka áður en slyddan hellist yfir okkur og rútínan gengur í endurnýjun lífdaga. Fyrir marga eru leitir og réttir einmitt eitt af því. Nú hefur Landlæknisembættið og Félag sauðfjárbænda birt leiðbeiningar um hvernig slíkt skal fara fram. Þar kemur fram að fjöldatakmörkunum verður fylgt strangt eftir við réttarstörf og ekki munu ekki fleiri en 100 manns geta tekið þátt í réttum þetta árið. Enn fremur segir að allir sem taka þátt í göngum og réttum skulu hafa hlaðið niður smitrakningarappi almannavarna.
Sóttvarnaryfirvöld fara svo nýstárlegar leiðir í að framfylgja tveggja metra reglunni í leitum og réttum þetta árið, en í göngum, réttum og fjárskilum þetta árið mun „Tveggja kinda reglan“ gilda.
Enn fremur er mælst til þess að áfengi verði ekki haft um hönd.
Skipa skal einn smitvarnarfulltrúa í hverri rétt, sem hafa skal eftirlit með að reglum um sóttvarnir séu fylgt. Einungis þeir sem eiga fjárvon í réttum eða eru þar til að aðstoða við réttarstörf er heimilt að koma í réttina
Frekari reglur um útfærslu rétta þetta haustið má nálgast hér að neðan:
Leiðbeiningar um smitvarnir í göngum og réttum