Kristján Þór Sigfússon, fyrrverandi eigandi Argentínu steikhúss, hefur verið ákærður fyrir skattsvik og peningaþvætti. Kristján var annar eigandi veitingastaðarins sögufræga allt frá árinu 1990 og þar til hlutafélag hans, Pottur, varð gjaldþrota árið 2017, en þá tóku aðrir eigendur við veitingastaðnum, en hann starfar ekki í dag.
Lýstar kröfur í Pott á sínum tíma voru 86 milljónir króna en ekkert fékkst upp í þær.
Í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, er Kristján sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir árin 2015 og 2016 upp á samtals tæplega 12 milljónir króna og ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir sömu ár og fyrstu tvo mánuði ársins 2017 upp á samtals rúmlega 17 milljónir.
Ennfremur er Kristján ákærður fyrir peningaþvætti fyrir að hafa aflað Potti ehf. ávinnings af brotum ofangreindum skattalagabrotum, samtals að fjárhæð tæplega 29 milljónir króna, og nýtt ávinninginn í þágu rekstrar fyrirtækisins og eftir atvikum í eigin þágu.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. ágúst.