Sex greindust með Covid-19 í gær, fjórir innanlands og tveir á landamærunum. Þrír af fjórum greindum innanlands voru í sóttkví.
Samkvæmt tölum á covid.is eru nú 122 í einangrun með virkt smit á Íslandi, 472 eru í sóttkví. 2.678 voru skimaðir á landamærunum í gær og 465 innanlands.
Aðeins einn er á sjúkrahúsi.