fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Þráinn er flogaveikur og óttast fangelsi í Taílandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 13:51

Þráinn Stefánsson. Skjáskot Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var veikur og kom því ekki í verk að tilkynna mig, ég er kominn nokkuð langt fram yfir,“ segir Þráinn Stefánsson, miðaldra maður sem búsettur er í Taílandi. Þrátt fyrir að Þráinn eigi lögheimili í Taílandi þarf hann að endurnýja dvalarleyfi sitt á þriggja mánaða fresti. Fangelsisvarðhald bíður þeirra sem láta slíkt farast fyrir.

DV sló á þráðinn til Þráins eftir að hjálparbeiðni frá honum var birt á samfélagsmiðlum. Í bréfi Þráins segir:

„Þessi póstur minn er kall á hjálp. Ég er búinn að vera fastur í Tælandi í 9 ár. Ég reyndi að koma heim í fyrra en fékk ekki stimpil útúr landi. Ég er ekki búinn að borða í meira en viku og er alveg auralaus. Ég er líka hræddur um að löggan setji mig í fangelsi ef þeir athuga með mig. Er alltaf kvíðinn og stressaður hér. Ég þrái að komast heim til Íslands og er það ætlun mín að flytja heim og vera heima það sem eftir er. Er einhver sem getur hjálpað mér? Er í mjög slæmri stöðu hér og get ekki fengið neina aðstoð.“

Í samtali við DV staðfestir Þráinn að hann hafi ekki borðað í viku. Utanríkisráðuneytið hefur hafnað hjálparbeiðni hans á grundvelli þess að hann eigi lögheimili í Taílandi. Þráinn er þó íslenskur ríkisborgari og greiðir skatta á Íslandi.

Hefur Þráinn nú leitað ásjár hjá Velferðaráðuneytinu en fær svör síðar í dag eða á morgun um hvort ráðuneytið geti hjálpað honum.

Þráinn freistar þess að komast burtu frá Taílandi áður en hann verður handtekinn. Til þess skortir hann fé.

Dóttir Þráins, sem býr hér heima á Íslandi, reynir að liðsinna honum varðandi samskipti við Utanríkisráðuneytið. Því miður hafa engin svör borist þaðan ennþá við fyrirspurninni en línur gætu skýrst síðar í dag eða í fyrramálið, að sögn hennar og Þráins.

Þeir sem vilja styrkja Þráin í þessum vanda geta lagt inn á eftirfarandi styrktareikning: 

544 05 416475 og kt. 2911612789.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“