fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fréttir

Skopmyndateiknari Moggans virðist boða lækningu við COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 11:10

Skjáskot úr Morgunblaðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagleg skopmynd Morgunblaðsins í morgun hefur vakið nokkra undrun sumra lesenda. Með þeim fyrirvara að ávallt sé ótryggt að túlk verk listamanna á einn eða annan veg þá virðist myndin reka áróður fyrir óhefðbundinni lækningu við COVID-19.

Höfundur er Helgi Sigurðsson en myndin er af Dr. Robert Rowen, sem hefur vakið athygli fyrir óhefðbundnar lækningar. Dr. Rowen er umdeildur og sumir kalla hann snákasölumann. Hefur hann meðal annars boðað lækningu á COVID-19 með Ozone, gastegund sem verður til við klofning súrefnis í eldingum eða við manngerðar aðstæður.

Í myndinni er birt vefslóð á youtube-rás læknisins og neðst stendur:

„COVID LÆKNING SEM FELLUR EKKI AÐ HEIMSMYNDINNI“

Í rauninni vekur myndin tvær spurningar: a) Er skopmyndin að mæla með lækninum og aðferðum hans? b) Hver er brandarinn?

DV hafði samband við Helga og vildi hann ekki mikið láta hafa eftir sér annað en sagði að hér væri í raun enginn brandari á ferðinni. Hann væri ekki að gera grín að lækninum en vildi  hvetja fólk til að kynna sér aðferðir hans.

„Þannig að ég ákvað að nota teikningu dagsins í þetta. Fólk getur farið á þessa síðu, heyrt hvað þessi maður er að segja og það var það eina sem vakti fyrir mér. Þetta átti ekki að vera neitt fyndið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar Þór svarar fyrir biðlaunin – „Hef fullan skilning á því að þetta slái fólk illa“ 

Ragnar Þór svarar fyrir biðlaunin – „Hef fullan skilning á því að þetta slái fólk illa“ 
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ekki nota matarsóda eða „whitening“ tannkrem segir tannlæknir – Þetta er ástæðan

Ekki nota matarsóda eða „whitening“ tannkrem segir tannlæknir – Þetta er ástæðan
Fréttir
Í gær

Egill sorgmæddur og spyr: „Hvað er hægt að gera?“

Egill sorgmæddur og spyr: „Hvað er hægt að gera?“
Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á

Tóku af tryggingunni vegna dularfullra „skemmda“ sem ekki fengust skýringar á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu

Verslunareigandi með skilaboð til barnungra innbrotsþjófa – Komið og vinnið í einn, tvo daga og málið fer ekki til lögreglu