Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á lánalínu, en viðræður hafa staðið milli Icelandair og stjórnvalda í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.
Nú hafa stjórnvöld fallist á að veita ábyrgð á lánalínu að fjárhæð allt að 120 milljónum Bandaríkjadala sem nemur um 16,5 milljörðum íslenskra króna.
Ábyrgðin er háð því að samþykki náist milli aðila um skilmála hennar, samþykki Alþingis og að Icelandair Group nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár.
Fyrr í dag var greint frá því að hlutafjárútboði Icelandair hafi verið frestað fram í september og hríðféllu hlutar í félaginu í kauphöllinni í morgun. Fór á tíma hver hlutur undir 1 kr og hefur verð þeirra sjaldan verið jafn lágt. Lækkunin stafar líklega af tilkynningu um að Icelandair Group ætli að selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna á nafnverði á genginu 1 króna á hlut.
Nú þegar stjórnvöld hafa samþykkt lánalínu með ríkisábyrgð mun félagið birta fjárfestakynningu til mögulegra fjárfesta og þátttakenda í hlutafjárútboði með ítarlegum upplýsingum. Von er á þeirri kynningu á næstu dögum.
Síðustu sex mánuði hefur verið hlutabréfa Icelandair lækkað um tæplega 90 prósent og ljóst að staðan sem félagið horfist í augu við er grafalvarleg.