fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Gífurleg fjölgun tilkynntra heimilisofbeldismála

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 17. ágúst 2020 16:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Metfjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi barst lögreglu í maí á þessu ári, en frá árinu 2015 hefur ekki hefur verið tilkynnt um jafn mörg heimilisofbeldismál á landsvísu í maímánuði og í maí 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Heimilisofbeldismál voru 17,6 prósentum fleiri í lok júlí samanborið við sama tíma fyrir ári síðan. Hlutfallið var svo hærra fyrir júní þar sem tilkynntum málum fjölgaði um rúm 20 prósent.

„Fleiri brot hafa átt sér stað í fimm af níu embættum á sama tímabili ársins 2020 heldur en á sama tíma í fyrra. Sú er raunin hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Lögreglunni á Suðurnesjum og hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Vesturlandi“, segir í tilkynningu. 

Meðalfjöldi brota á viku árið 2020 eru 19,6 brot samanborið við 16,7 brot í fyrra.

Ekki er víst þó hvort að um fjölgun brota sé að ræða eða hvort að fleiri tilkynni í dag brotin til lögreglu.

„Mjög mikilvægt er að fylgjast með þessari þróun. Þegar meta á hvort um raunbreytingar á fjölda brota hafa verið að ræða eða ekki, þarf að skoða reynslu almennings af brotum samhliða. Slíkt er gert til dæmis með þolendakönnunum sem lögregla gerir árlega í upphafi árs þar sem spurt er um reynslu frá fyrra ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans