Lögreglan á Norðurlandi eystra lét rýma tjaldstæðið í Herðubreiðarlindum í nótt vegna aukins rennslis í Jökulsá á Fjöllum og Kreppu. Segir lögreglan í tilkynningu að sameiginlegt rennsli ánna var komið upp fyrir 600 rúmmetra á sekúndu.
Mikil hlýindi hafa verið á hálendinu undanfarna daga og úrkoma mikil síðustu vikuna. Vatnið í jökulám sé þó fyrst og fremst tilkomið vegna bráðnunar úr norðanverðum Vatnajökli, nánar tiltekið Dyngjujökli.
Varnargarðurinn ofan við Herðubreiðarlindir heldur enn, en lögregla segir í tilkynningu sinni að ekki er ljóst hversu mikið hann þolir, en árnar renna saman skammt austan við Lindirnar. Fjallvegunum F88 frá Hringvegi og F910, Austurleið, voru lokaðir og verða það á meðan ástandið varir. Lögregla segir að fólkið sem var úthýst af tjaldsvæðinu við Herðubreiðarlindum hafi fært sig upp í Drekagil við Öskju og segir lögreglan fólkið við góðan kost.
Jökulsá á Fjöllum er önnur lengsta á landsins. Dettifoss, aflmesti foss landsins er í ánni. Það er því ekki við öðru að búast að fólki ókyrrist þegar flæðið í þessari ógnarstóru á eykst.