fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Þorsteinn Már tekur til varna á Sprengisandi – „Hvaða vitleysa er þetta!“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 10:59

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd-samherji.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. Þar fóru þeir yfir Samherjamálin tvö, annars vegar Namibíumálið og hins vegar Seðlabankamálið svokallað, sem var miðpunktur í myndbandinu fræga sem Samherji lét frá sér í vikunni. Var þar reifað Seðlabankamálið og meint sala Samherja á Karfa á undirverði til dótturfyrirtækja sinna. Málið er í raun 10 ára gamalt, en samkvæmt skýrslu Seðlabankans hófst rannsókn þess árið 2010. Húsleitin fræga hjá Samherja var svo gerð 2012, fyrir átta árum.

„Af hverju ertu að ýfa þetta upp núna,“ spurði Kristján Þorstein Má.

„Við fórum að ýfa þetta mál upp vegna þess að þetta er ekkert búið, það mun enda hjá dómstólum. Enn fremur má benda á það að Umboðsmaður Alþingis kom að málinu og fór yfir samskipti RÚV og Seðlabankans. Hann sendi það mál til forsætisráðherra sem sendi það áfram til lögreglu. Rannsókn lögreglu á þessu máli, samskiptum RÚV og Seðlabankans, það er nú til rannsóknar hjá lögreglu eftir beiðni frá forsætisráðherra,“ sagði Þorsteinn.

Tvö mál í kerfinu

Þannig segir Þorsteinn að tvö mál séu nú í kerfinu sem snúa að einmitt þessu „Seðlabankamáli,“ það hafi því ekki verið hann að ýfa upp gamalt mál, heldur sé málið enn í gangi.

Þorsteinn segir Samherja hafa viljað fá efnislega umræðu um þetta mál og hafi nú loks fengið tækifæri til að benda á vinnubrögð RÚV í þessu máli, því þau eru auðvitað nátengd Namibíumálinu. Seðlabankamálið tók mörg ár, að hans sögn. „Það skaðaði einstaklinga, það skaðaði fyrirtækið og það var ráðist á okkur úr mörgum áttum,“ sagði Þorsteinn.

Þorsteinn sagði það enn fremur áhugavert að sama fólkið hafi fyrst hlaupið af stað og talið Þorstein og Samherja seka í báðum málum. „Sama fólkið kom fram í báðum málum, fyrrum fjármálaráðherra, fólk sem tengist sama stjórnmálaflokknum, var fyrst af stað og taldi okkur seka, krafðist kyrrsetningu eigna og svo framvegis,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður um hvaða fyrrum fjármálaráðherra hann átti við svarar Þorsteinn að hann hafi átt við Oddnýju Harðardóttur og Samfylkinguna.

Verðlagning á Karfa smámál

Þorsteinn sagði verðlagningu á karfa ekki skipta neinu máli í stóra samhenginu. Samherji hafi greitt í september það ár 750 milljónir í laun og 726 milljónir í október. Að sögn Þorsteins sé um að ræða 180 tonn af gullkarfa sem Helgi hafi vísað til í umræddum Kastljósþætti. Það hafi verið gert í um 140 löndunum. „Þetta er algjör meðafli sem fæst í mörgum hollum og verið að flytja þennan afla á milli kara og svoleiðis. Þetta er ekki neitt sem skiptir máli.“

„Ætla menn virkilega að bera það upp á mig, þegar maður er að greiða þessi laun að ég hafi haldið eftir einhverjum 50 þúsund krónum, samtals, til allra sjómanna?“ spurði Þorsteinn. „Hvaða vitleysa er þetta!“

Þorsteinn sagði ekki hægt að bera saman markaðsvirði gullkarfa á Íslandi við önnur lönd þar sem Ísland sé langstærsti karfamarkaður heims og að við verðlagningu á afla verði að taka tillit til söluskilmála, gæði aflans, hvenær fisknum er landað og svo framvegis. Um þetta hafi engin efnisleg umræða farið fram, segir Þorsteinn. „Það er búið að gera athuganir á okkur og þar kemur ekkert fram.“

Þorsteinn bendir á að launin sjómanna á umræddu tímabili hafa verið á fimmtu milljón, og ef meint undirverðlagning væri leiðrétt hefði launaseðill sjómanna hækkað um einhverja tíkalla. Það sé hluti efnislegrar umræðu sem hafi aldrei farið fram. „Það er ekki hægt að vaða af stað í húsleit út af einhverjum 7 krónum í karfaverði.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellert B. Schram fallinn frá

Ellert B. Schram fallinn frá