fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Ógnvænlegar lýsingar Kristjáns á Landakotsskóla – „Sá hluti sem eru svo kreisí að fólk á erfitt með að trúa því“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

“Ég var í Landakotsskóla mestalla grunnskólagöngu mína á tíunda áratugnum. Þar sá ég hluti sem eru svo kreisí að fólk á erfitt með að trúa því.“ Þannig hefst færsla Kristjáns Hrannars, organista og kórstjóra, þar sem hann lýsir skólavist sinni í Landakotsskóla.

Kristján segist hafa verið sendur í kaþólska skólann vegna þess hve bráðger hann var. „Ma og pa eru alls ekki trúuð, ég var sendur þangað því ég var bráðger og hann átti víst að henta,“ segir hann.

Sjá nánar – Syndir kirkjunnar: Séra Georg og Margrét misnotuðu börn í áratugi

Kristján lýsir Séra George, hinum alræmda skólastjórnanda skólans, sem harðstjóra sem “tímdi ekki að kveikja nein ljós, nema eitt, og ef þú varst óheppinn og hafðir sest út í horn sástu varla ofaní bækurnar. Allir voru smeykir við hann.“ Kristján segir að birtan hafi verið svona á morgnanna. Ef það var ratljós mátti ekki kveikja ljós.

„Mannsfóstur og andvana börn í formalíni“

Á efri hæðum skólans voru svo uppstoppuð dýr í ganginum. Kristján minnist til dæmis snæuglu, en það var fleira á ganginum. Þar voru líka „mannsfóstur og andvana börn í formalíni með opin augu sem störðu fram ganginn meðan maður paufaðist fram hjá í dimmunni.“

Kristján segir hinn alræmda Séra George þó „krúttbangsa“ hliðiná Margréti Müller. „Hún er eins og illa skrifaður fanfiction kennari við Slytherin,“ skrifar Kristján og heldur áfram:

Allir sögðu að hún haltraði því hún hefði fengið sprengjubrot í fótinn sem ung stúlka í seinna stríði, en það reyndist ekki satt. Hún var mjög stéttameðvituð í versta skilningi þess orðs. Ef pabbi þinn var ruslakall varstu étinn. Ef hann var diplómati varstu í góða liðinu.

Kristján segir það síst betra að vera í „góða liðinu,“ ef þú varst í því vonda vissirðu að minnsta kosti hvar þú stóðst. Hann segir Margréti hafa beitt þá í góða liðinu andlegu ofbeldi, gaslýst börnin og „manipúlerað.“ Krakkarnir í góða liðinu hafi fengið „verðlaun,“ fyrir vel unnin störf, þránað nammi.

Barnaníðingurinn Margrét Müller.

„Gistipartý“ hjá barnaníðingnum Margréti Müller

Hann segir enn fremur hafa lært að mæla innihaldsefni með lóðavog frá 19. öld, og að kennslugripir og bækur hafa verið eins og safngögn. Þannig hafi leikfimisalur Kristjáns og skólafélaga hans verið afhelguð kirkja, sem sé nú á Árbæjarsafninu.

Margrét Müller bjó á skólaloftinu „eins og turnugla,“ og segir Kristján það vera eitt undarlegasta rými sem hann hafi séð. „Þar ægði öllu saman af útsaumuðum jesúveggteppum, kitch maríustyttum, munir frá æskuheimili hennar í Þýskalandi sem var sprengt í stríðinu og stór páfagaukur.“

Kristján segir að börnum hafi verið boðið í „gistipartý,“ fyrir góða hegðun. Kristján segist aldrei hafa verið boðið. „En mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég las í fréttunum, mörgum árum seinna að bæði hún og George hefðu níðst kynferðislega á börnum.“ Kristján varð aldrei vitni að slíku segir hann og kennir hæfileikum kaþólsku kirkjunnar um þöggun um. Í því séu þeir heimsmeistarar, segir hann.

Kastaði sér niður á leikvöll barnanna

Þegar Sr. George dó tærðist Margrét Müller upp og tók að lokum heila dollu af svefnpillum og henti sér út um gluggann úr turnherberginu sínu, niður á skólalóðina þar sem börnin leika sér. Ég vildi að ég væri að ljúga þessu,“ segir Kristján. 

Í níunda bekk skipti Kristján um skóla og fannst hana hafa frelsast.

Kristján lýkur máli sínu með: „Þessi skóli var stýrður af viðbjóðslegu fólki sem er heppið að hið kristna helvíti sem þau trúðu á sé ekki til.“

Færslu Kristjáns má sjá hér að neðan í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Í gær

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Í gær

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“

Margir minnast Ásgeirs – „Hvað segir maður þegar gamall vinur fær skyndilega dauðadóm?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellert B. Schram fallinn frá

Ellert B. Schram fallinn frá