Konráð er þarna að vísa til nýrra talna Þjóðskrár um fasteignaviðskipti í júlí.
Samkvæmt tölfræði Þjóðskrár um kaupsamninga í júlí má greina 32% hækkun á virði kaupsamninga í júlí á milli ára, og 19% fjölgun í gerðum kaupsamningum. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí 2020 voru 737 og heildarveltan 41 og hálfur milljarður. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 56,3 milljónir króna.
Fjölgaði kaupsamningum í júlí um 101,4% og veltu um 117,9% á milli mánaða. Í júní voru 366 kaupsamningum þinglýst.
Mikil kvika hefur verið á fasteignamarkaði undanfarnar vikur og hafa fasteignasalar talað um gósentíð. Hafa þar tvær ástæður verið nefndar. Fyrst og fremst auðvitað vaxtalækkun, en þeir eru í sögulegu lágmarki hér á Íslandi í augnablikinu og hvert metið á fætur öðru slegið hjá bönkunum enda réttur tími í dag til að endurfjármagna lán. Hin ástæðan er svo tímabundin tregða á markaði á meðan á samkomubanni stóð á vormánuðum. Hafi þá þörf safnast upp í einhverjar vikur og er hún e.t.v. að brjótast út núna, samkvæmt einum viðmælanda DV.
Hvað gerirðu þegar vextir dúndrast niður og þú kemst hvorki til Toscana né Tene?
Kaupir hús. https://t.co/WTd7Sjc1bM pic.twitter.com/v2GJJ33xPT
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) August 15, 2020