fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Geimskot frá Langanesi tókst í dag

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 11:10

mynd/skyrora

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eldflaug Skyrora, Skylark Micro, var skotið frá Langanesi um klukkan tíu í morgun og gekk skotið vel!“ Svo segir í tilkynningu Geimvísinda og tækniskrifstofu Íslands.

Verkefnið Skylark Micro Mission I er á vegum Skyrora. Um er að ræða fyrsta geimskotið á Íslandi í 50 ár.

Staðið hefur til að skjóta eldflauginni á loft síðustu daga, en ekki verið veður til þess á Langanesi. Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni segist á Facebook vera stoltur af framlagi þeirra til verkefnisins og að nú hefjist vinna við næstu tækifæri.

Flaugin mun svo lenda í sjó skammt utan landa en í þeim er staðsetningarbúnaður sem mun gera teyminu kleift að sækja búnaðinn. RÚV hefur eftir Atla að björgunarsveitir séu þegar lagðar af stað að sækja flaugina.

Loka markmið Skyrora er að ferja gervihnetti út í heim. Skotið í morgun var liður í tilraunum og prófunum til að gera þeim það kleift síðar meir. Atli sagði við DV á dögunum að Langanes væri ákjósanlegur staður til starfseminnar og má búast við að nesið verið vettvangur frekari eldflaugaskota á næstu misserum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans