fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Ráðist á Bjartmar hjólahvíslara í gærkvöldi – „Grunar að þetta sé eitthvað hjólatengt.“

Heimir Hannesson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 13:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hjólahvíslarinn“ Bjartmar Leósson sagði í gærkvöldi frá því í Facebook færslu að ráðist hafi verið á hann, að tilefnislausu. Bjartmar var á reiðhjóli sínu í Reykjavík í gær þegar erlendur maður kallar að honum ókvæðisorð. Þegar Bjartmar stöðvar hjól sitt og spyr manninn hvað hann hafi verið að segja sló maðurinn til hans og hrækti á hann.

Lenti í all harkalegri árás frá manni sem ég hef aldrei séð áður. Er ekki slasaður samt.“ Grunar að þetta sé mööögulega eitthvað hjólatengt. Allavega, hann kallar ókvæðisorðum á eftir mér á erlendu tungumáli þegar ég hjóla framhjá honum. Svo ég stoppa og spyr: What? Þá þrumar hann hjólinu sínu í hjólið mitt slær til mín og skyrpir á mig.

Bjartmar segir að lögregla hafi ráðlagt honum að leita sér læknisaðstoðar vegna smithættu sem Bjartmar gerði. „Þurfti að hanga uppi á Slysó í dágóðan tíma til að fá augnskol og annað tékk. Þú vilt ekkert mikið lenda í svona þá sérstaklega á þessum Covid tímum.“

Bjartmari heilsast vel að eigin sögn. Hann segir þó reiðhjólið sitt rispað eftir árás „nautsterka“ árásarmannsins. Bjartmar náði mynd af árásarmanninum og hefur komið þeirri mynd til lögreglunnar.

Færsla Bjartmars í hópnum „Hjóladót: Tapað, fundið eða stolið“ hefur vakið mikla athygli og hafa hundruð brugðist við og margir sent Bjartmari batakveðjur.

Leitar uppi reiðhjól í frítíma sínum

Sjá nánar: Hjólahvíslarinn Bjartmar hefur endurheimt hjól fyrir milljónir

DV sagði frá því nýlega að Bjartmar hefur bjargað reiðhjólum að andvirði margra milljóna. Sagði Bjartmar þá í viðtali við DV að afar fátítt væri að menn brygðust illa við afskiptum hans.

„Ég hef átt í friðsamlegum samskiptum við erfiðustu menn Reykjavíkur,“ sagði Bjartmar og benti á að reiðhjólaþjófar séu langoftast minnstu bræður og systur samfélagsins, fíklar, geðfatlað fólk og annað fólk sem einhverra hluta vegna er á götunni. „Fíknin er harður húsbóndi og einhvern veginn þarf að fjármagna næsta skammt, því miður er þjófnaður á svona lausafjármunum auðveld leið að því markmiði,“ segir Bjartmar. „Samskipti mín við þetta fólk eru í raun svo góð að ég er komin með margt af því góða fólki með mér í lið. Dæmi eru um að fólk hafi farið í meðferð og tekið sig á og leitað svo til mín og aðstoðað mig við það sem ég er að gera,“ sagði Bjartmar þá í viðtali við DV.

Bjartmar starfar sem leikskólakennari á daginn og hlutastarfsmaður á sambýli, og eru því leitir hans að stolnum reiðhjólum unnar í sjálfboðaliðastarfi í frístundum hans. Bjartmar segir lögregluna bitlausa í málaflokknum, en hefur þó samúð með afstöðu hennar. „Mér skilst að lögreglan séu með 4.000 opin mál á sínu borði,“ sagði Bjartmar. Hann segir þó ekki forsvaranlegt að heilum málaflokki sé ekki sinnt og kallar eftir meiri athygli lögreglu að reiðhjólaþjófnaði.

Hvað varðar andvirði reiðhjóla sem Bjartmar hefur endurheimt segist hann hafa týnt tölunni fyrir löngu síðan. Í fyrra viðtali við DV sagði hann þó að upphæðirnar hlaupi sjálfsagt á milljónum, ef ekki milljónatugum. Rafmagnsvespur, rafhjól og rafskutlur séu rándýrar en rafhjól geta kostað upp undir hálfa milljón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt
Fréttir
Í gær

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu

Foreldrafélag M.R. lýsir yfir þungum áhyggjum af kennaraverkfallinu
Fréttir
Í gær

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir

Sá sjálfur um lagnirnar og er sakaður um dómgreindarleysi, hroðvirkni og vanrækslu – Þarf að greiða kaupandanum tæpar 15 milljónir
Fréttir
Í gær

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“

Nýbýlavegsmálið: Lögmaður móðurinnar segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar – „Alvarleg andleg veikindi“
Fréttir
Í gær

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“

Lágkúra að reyna að beina sjónunum frá spillingunni með því að hjóla í blaðamenn – „Hrein og klár tilraun til að slá ryki í augu almennings“
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings

Gunnar Smári varar við fjárlagafrumvarpinu – Segir þetta þekkta leið til að gefa bröskurum skattfé almennings
Fréttir
Í gær

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“

Fékk ekki góð viðbrögð við ósk um ráðleggingar í fjármálum – „Djöfull finnst mér þetta lélegt viðhorf hjá þér“