fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Ók vísvitandi á pilt á vespu og sló hann í andlitið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 06:47

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á níunda tímanum í gærkvöldi ók ökumaður bifreiðar vísvitandi á 16 ára pilt, sem ók vespu, því hann var ósáttur við akstur piltsins. Maðurinn fór síðan út úr bifreið sinni, tók kveikjuláslyklana úr vespunni og grýtti í jörðina og sló síðan piltinn í andlitið.

Á sjötta tímanum í gær reyndi ökumaður að stinga lögregluna af í Hafnarfirði en hann náðist. Hann er grunaður um ölvun við akstur og fleiri umferðarlagabrot.

Síðdegis í gær var persónulegum munum stolið frá starfsmanni í fyrirtæki í Bústaðahverfi. Málið er í rannsókn. Afskipti voru höfð af konu vegna gruns um að hún hefði stolið úr verslun í hverfi 103. Ætluð fíkniefni fundust hjá konunni.

Skömmu fyrir klukkan 19 var ekið á reiðhjólamann í miðborginni. Hann var fluttur á Bráðadeild til skoðunar.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp á Höfðabakka. Tjónvaldur er grunaður um að hafa ekið bifreið undir áhrifum fíkniefna.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var ökumaður handtekinn í miðborginni en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, án ökuréttinda og vörslu/sölu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á tólfta tímanum var kona handtekin í miðborginni en hún er grunuð um líkamsárás. Hún var vistuð í fangageymslu.

Klukkan eitt í nótt var maður handtekinn í Bústaðahverfi eftir að hann hafi hunsað ítrekuð fyrirmæli lögreglu um að yfirgefa hús þar sem hann var óvelkominn. Hann var vistaður í fangageymslu.

Fjórir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans