fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Almennt gott ástand á veitinga- og samkomustöðum í gærkvöldi varðandi sóttvarnir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. ágúst 2020 06:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór á 49 veitinga- og skemmtistaði í gærkvöldi til að kanna með ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra regluna. Almennt séð var ástandið gott.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að mjög margir staðir hafi verið með sín mál algjörlega á hreinu og verið til fyrirmyndar hvað varðar bil á milli borða, merkingar og sótthreinsistöðvar.

Á nokkrum stöðum ráðlögðu lögreglumenn starfsfólki um frekari og betri lausnir hvað varðar tveggja metra regluna og sóttvarnir.

Á nokkrum stöðum var allt til fyrirmyndar innandyra en smávegis umbóta var þörf á reykingasvæðum utandyra og hjá þeim sem buðu upp á útiveitingar.

Á tveimur stöðum þurfti að gera úrbætur til að hægt væri að tryggja að hægt væri að framfylgja tveggja metra reglunni og voru þær úrbætur gerðar á meðan lögreglan var á vettvangi.

Fram kemur að á mörgum stöðum sé nú tekið á móti gestum við innganginn og þeim vísað til borðs en með þessu er betur hægt að fylgjast með fjölda gesta innandyra, tryggja sóttvarnir og tveggja metra reglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming