Í tilkynningu frá lögreglunni segir að mjög margir staðir hafi verið með sín mál algjörlega á hreinu og verið til fyrirmyndar hvað varðar bil á milli borða, merkingar og sótthreinsistöðvar.
Á nokkrum stöðum ráðlögðu lögreglumenn starfsfólki um frekari og betri lausnir hvað varðar tveggja metra regluna og sóttvarnir.
Á nokkrum stöðum var allt til fyrirmyndar innandyra en smávegis umbóta var þörf á reykingasvæðum utandyra og hjá þeim sem buðu upp á útiveitingar.
Á tveimur stöðum þurfti að gera úrbætur til að hægt væri að tryggja að hægt væri að framfylgja tveggja metra reglunni og voru þær úrbætur gerðar á meðan lögreglan var á vettvangi.
Fram kemur að á mörgum stöðum sé nú tekið á móti gestum við innganginn og þeim vísað til borðs en með þessu er betur hægt að fylgjast með fjölda gesta innandyra, tryggja sóttvarnir og tveggja metra reglu.