fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Önnur sleggja úr flugbransanum til Play

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 14. ágúst 2020 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Erlendsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Play.

Sigríður starfaði áður hjá markaðsdeild WOW air sem svæðis-, sölu- og markaðsstjóri en hefur síðastliðið ár starfað sem markaðs- og sölustjóri hjá fyrirtækinu Alfreð atvinnuleit.

Sigríður þekkir flugbransann vel en hún hóf fyrst störf hjá Iceland Express árið 2012 og fylgdi félaginu þegar það sameinaðist WOW air. Sigríður er mikil keppnismanneskja og tók ítrekað þátt í Cyclaþoninu svokallaða og hefur hún einnig keppt í hinum ýmsu þrautum svo sem hálfum járnkarli. Sigríður er með MS í Markaðsfræði og alþjóðaviskiptum frá Háskólanum á Íslandi.

Þetta er ekki fyrsta stóra ráðning flugfélagsins Play en á dögunum var Sandra Ósk Sigurðardóttir, fyrrverandi vefstjóri WOW air, einnig ráðin til starfa hjá flugfélaginu.

Lesa meira: Play ræður inn kanónu úr flugbransanum

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir