Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, var spurður út í möguleika á reykingabanni á upplýsingafundi Almannavarna í dag. Fjölmiðlamaðurinn sem spurði Þórólf benti á að slíkt bann væri nú í gildi í ákveðnu héraði á Spáni. Um er að ræða Galicia-hérað, þar sem að reykingar eru bannaðar á almenningsstöðum, vegna heimsfaraldurs kórónaveiru.
Þórólfur sagði að reykingabann sé ekkert endilega besta smitvörnin. Hann sagði þó að reykingar væru verulega óhollar og að hann myndi fagna því manna mest ef fólk myndi hætta að reykja.
„Ég held að reykingar séu bara óhollar hvernig sem á það er litið og ég hvet svo sannarlega fólk til að hætta reykingum. Ég er þó ekkert viss um að það mundi spila stóra rullu hvað varðar COVID-19 en ég bara að ég myndi fagna því manna mest ef menn teldu ástæðu til að hætta að reykja ef að ástæðan væri COVID-19, það væri bara gott mál.“
Eftir svar Þórólfs sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn taka undir orð Þórólfs.