fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Þórólfur leiðréttir misskilning – Segir að við þurfum að lifa lengi með veirunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 14:22

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leiðrétti misskilning um viðhorf sín til kórónuveirufaraldursins á upplýsingafundi dagsins. Hann sagði að menn hefðu skilið það orðfæri hans, að við þyrftum að lifa með veirunni, á þann hátt að honum þætti eðlilegt að veiran gengi yfir samfélagið. Það telji hann ekki. Hins vegar þurfum við að læra að lifa með þeim ráðstöfunum sem eru í gildi til að halda veirunni niðri.

Hann sagðist hins vegar vera andsnúinn því að herða og slaka til víxl á takmörkunum. Nauðsynlegt væri að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gildi.

Þórólfur sagðist telja líklegt að við verðum að búa við veiruna næstu mánuði og jafnvel lengur.

Sex innanlandssmit greindust í gær, þar af greindist eitt í Vestmannaeyjum. Þrír af þessum sex voru í sóttkví. Ekki hefur fengist staðfest með raðgreiningu að öll smit dagsins tengist sömu hópsýkingu og glímt hefur verið við undanfarið en það er líklegt.

Þórólfur sagði að búast mætti við að sjá fleiri innanlandssmit úr þessari hópsýkingu en veiran úr henni hafi dreift sér víða.

Þórólfur sagði að margir hefðu verið skimaðir hjá veirufræðideildinni í gær og hafi flestir eða allir verið með einkenni. Aðeins 0,9% skimaðra reyndust vera með veiruna og sýni þetta að margar aðrar veirur og sýkingar séu í gangi í samfélaginu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming