fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Þorsteinn kokhraustur: „RÚV yfirburðastór miðill og þetta er okkar leið til að ná til fólks“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 19:21

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd-samherji.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn  Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld inntur eftir viðbrögðum við því að Verðlagsstofa skiptaverðs hefði staðfest í dag að hún hefði tekið saman þau gögn sem Helgi Seljan notaðist við og vísaði til í umfjöllun sinni í Kastljóssþætti árið 2012. Þar var fjallað um meinta undirverðlagningu Samherja á karfa til dótturfyrirtækis síns í Cuxhaven í Þýskalandi. Segja fulltrúar Samherja að þessi umfjöllun hafi verið kveikjan að rannsókn Seðlabankans á meintum brotum Samherja á gjaldeyrishöftum sem voru í gildi á þessum tíma. Samherji var hreinsaður af ásökunum um gjaldeyrisbrot fyrir dómstólum árið 2018.

Eins og hvert mannsbarn veit birti Samherji í gær þátt á Youtube sem fyrirtækið hefur látið gera um þennan umrædda Kastljóssþátt. Þar eru bornar þungar sakir á Helga Seljan og hann sakaður um að hafa notast við skýrslu sem aldrei hafi verið gerð.

Núna hefur Verðlagsstofa skiptaverðs hins vegar staðfest að hún hafi sett saman þau gögn sem Helgi studdist við. Virðist þá mörgum sem kjarnaatriðið í þætti Samherja hafi fallið um sjálft sig. „Það skiptir engu máli hvort þetta heitir skýrsla eða minnisblað eða excel-gögn,“ segir Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands. Hann og Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, hafa báðir vitnað um að hafa séð umrædd gögn og borið þau saman við umfjöllun Helga Seljan í þættinum og hann hafi ekki afbakað þar neinar upplýsingar.

„Aðalmálið er að það er engin skýrsla til, þetta er eitthvert vinnuskjal sem við hefðum átt að fá að kommenta á,“ sagði Þorsteinn Már í viðtali við Stöð 2 er hann var spurður hvort málflutningur Samherja gegn Helga Seljan og RÚV væri ekki fallinn um sjálfan sig eftir þetta. „Við vorum ekki að flytja út neitt magn af ferskum karfa,“ sagði Þorsteinn ennfremur og benti á að sá fiskur sem hefði verið til umfjöllunar í þessum Kastljóssþætti hefði verið 0,1% af aflaverðmæti Samherja. Væri óboðlegt að taka heilan þátt undir umfjöllun um svo lítinn útflutning með þeim fullyrðingum og gífuryrðum sem hefðu verið í þættinum. Þorsteinn sagðist ekki hafa séð umrædd gögn. „Þetta eru engin trúnaðargögn og þú átt bara að birta þetta,“ sagði Þorsteinn.

Þorsteinn var spurður hvort ekki væri óeðlilegt af stórfyrirtæki að leggja til atlögu við blaðamann og fjölmiðil með þeim hætti sem Youtube-þáttur Samherja bæri vitni um, sem og að taka upp leynilega samtal við Helga Seljan og birta í þættinum:

„Vinnubrögð Kastljóss eru þannig að við treystum þeim ekki, við höfum ekki fengið neina efnislega umræðu við RÚV um þetta, þess vegna grípum við til þessa ráðs. RÚV er yfirburðastór miðill á Íslandi og þetta er okkar leið til að ná til fólks.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“

Handrit gefur til kynna að Kólumbus hafi vitað af Ameríku – „Marckalada“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?

Hvað vitum við um harmleikinn í Garðabæ?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“